Bill Hughes Pairs (Alheimstvímmenningur)

mánudagur, 26. júní 2017

Kæru félagar.

Föstudaginn 30. júní kl. 19:00 ætlum við að eiga góða stund í Síðumúlanum í anda föstudagsbridge sem við spiluðum mörg árum saman. Spilaður verður alheimstvímenningur og miðnætursveitakeppni í framhaldinu fyrir þá sem vilja.

Við ætlum að bjóða upp á veglegar veitingar og því þarf fólk að skrá sig (við þurfum að vita hversu margar smurbrauðstertur þarf að útbúa - mæjónesið klikkar ekki). Léttir drykkir og kaffi verða til sölu í sjoppunni.

Vinningarnir verða ekki af lakara taginu s.s. gisting í þrjár nætur í tveggja manna herbergi á Siglo Hotel, 3ja rétta veislu kvöldverður á Siglunes Hótel fyrir tvo og bíómiðar svo fátt eitt sé nefnt. Veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin auk þess sem dregið verður um fjölda aukavinninga.

Keppnisgjald í tvímenninginn er 1500 kr. Aðalatriðið er að koma saman og skemmta sér í góðra vina hópi. Hægt að melda þátttöku í svar þræði hér að neðan og í bridgesambandinu á mánudagskvöld.

Stuðkveðja,
Ingólfur Þór Hlynsson, Birkir Jón og  Sveinn Runar Eiriksson

Skráning hér

Til að sjá skráningu þá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar