Rangæingar -- Góð vertíð

miðvikudagur, 5. apríl 2017

Nú er farið að halla í vertíðarlok hjá okkur Rangæingum.   Síðasta spilakvöldið á þessu vori, hérlendis að segja, verður nk. þriðjudag.   Þó úrslit séu nú ráðin í flestum keppnum ráðast úrslitin í Meistarakeppninni sjálfri ekki fyrr en síðasta kvöldið, þar sem 5 spilarar eiga enn möguleika á að ná eftsta sætinu.   Þeir eru:

Bjorn Dúason, 258 stig.

Sigurjón Pálsson/Sigurður Jakob Jónsson, 256 stig

Sigurður Skagfjörð, 247 stig

Torfi Jónsson, 244 stig. 

Þetta verður eitthvað!

Þann 20/4 mun svo 30 manna hópur félagsmanna og maka halda til Hamborgar og spila við þarlenda.   Okkur skilst raunar að Hamborg sé svolítið stærra sveitarfélag en okkar heimasveit en látum það ekki trufla okkur neitt, og mætum fullir til leiks, sjálfstrausts vel að merkja.

En þá að úrslitum gærkvöldsins.   Keppt var til votverðlauna í einum 13 flokkum og svo skemmtilega vildi til að til leiks mættu einmitt 13 pör.   Efsta sætinu deildu Skógabóndinn og Moldnúpsvertinn með Fisksölunum en þeir fyrrnefndu teljast hafa orðið sjónarmun á undan á innbyrðis úrslitum.   Bæði pör náðu í 60,4% skor.   Þriðju í mark urðu Sýslumannsfrúin fíngerða og hans fíngerði makker, sem lögðu frá sér útsauminn og tebollann um stund, rétt til að næla í 59,6% skor og svolítið tevatn þar með.

Aðrir fengu verri útreið en eiga auðvitað þakkir skyldar fyrir að byggja svo vel undir skor og bjórafla ofangreindra.

Úrsltin og spilin má svo sjá hér 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar