Í kvöld var spilað fyrra kvöldið af tveimur í Vortvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Guðmundur Aldan Grétarsson mætti með spánnýjan makker, Helga G Jónsson og þeir gerðu sér lítið fyrir og tóku efsta sætið.
3ja kvölda sveitakeppni að byrja í BR í kvöld. Endilega hóið í sveit og skellið ykkur í þetta.
Lið Reykjavíkur spytti heldur betur í lófana í tveim síðustu umferðum Kjördæmamótsins og stóðu uppi sem sigurvegarar þetta árið Mótið var haldið í þessu fína íþróttahúsi á Hellu og buðu Sunnlendingar upp á 20 stiga hita á meðan mótinu stóð bæði úti og inni Ausfirðingar voru í 2 sæti og í 3 sæti urðu Norðurland-vestra Við þókkum öllum fyrir frábæra skemmtun að venju í þessu móti Næst verðum við á Norðurlandi-vestra Sjá nánar um mótið hér
Hið árlega Davíðsmót, til minningar um Davíð Stefánsson bónda á Saurhóli var spilað í dag. Tuttugu pör mættu til leiks og báru Baldur Björnsson og Jón Viðar Jónmundsson sigur úr bítum með skori uppá 59,7%.
Impamóti Bakarameistarans lauk í kvöld með öruggum sigri Björns Jónssonar og Þórðar Jónssonar. Allt um það HEIMASÍÐUNNI Síðasta mót vetrarins (vorsins) er tveggja kvölda Vortvímenningur, fimmtudagana 27 apríl og 04 maí.
Þá er keppnistímabili okkar Rangæinga lokið vertíðina 2016-2017, a.m.k. hér á landi. Lukum vertíðinni sl. þriðjudag með páskaeggjamóti Krappa ehf.
Páskattvímenningur Briddsdeildar Breiðfirðingafélagsins var spilaður í gærkvöldi. Hulda Hjálmarsdóttir og Guðmundur Sigursteinsson unnu nokkuð öruggan sigur með 66,2% skori.
Sigurður og Guðmundur unnu þriggjakvölda tvímenning sem lauk síðastliðinn fimmtudag. Þetta var síðasta mót vetrarins og munu briddsspilarar á Selfossi nú fara að sinna vorverkum.
Annað kvöldið af þremur í Impamóti Bakarameistarans var spilað í kvöld og náðu Björn Jónsson og Þórður Jónsson besta skorinu og jafnframt efsta sætinu samtals.
Nú er farið að halla í vertíðarlok hjá okkur Rangæingum. Síðasta spilakvöldið á þessu vori, hérlendis að segja, verður nk. þriðjudag. Þó úrslit séu nú ráðin í flestum keppnum ráðast úrslitin í Meistarakeppninni sjálfri ekki fyrr en síðasta kvöldið, þar sem 5 spilarar eiga enn möguleika á að ná eftsta sætinu.
Halamótinu 2017 lauk nú fyrir stundu. Halldór Gunnarsson og Kristján Mikkelsen báru sigur úr býtum eftir harða baráttu.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar