Rangæingar -- Vopnaskak

miðvikudagur, 8. mars 2017

Við Rangæingar settumst að spilum á þriðjudaginn að vanda, nú til að leika 2. umferðina í Samverkstvímenningnum.  Til leiks að Heimalandi mættu 13pör.

Þar sem óvenju vel lá á spilastjóra og gjaldkeranum voru veitt vot verðlaun í hinum ýmsu flokkum.

Sýslumannsfrúin í Varmahlíð kom vel stemmdur til leiks með djáknanum frá Steinum.   Þeir félagar komu 59,2% skori í hús, næsta auðveldlega.   Næstir komu búhöldurinn á Bergþórshvoli og Óli Jón með 57,5% skor og þriðju prestakallarnir Halldór og Kristján með 55,4% skor.   Framangreindir fengu vitaskuld mest af votverðlaununum kvöldsins, í réttum árangurshlutföllum.

Skáldið sat við spil ásamt Birninum bjarta og var létt yfir þeim félögum.  Ekki komust þeir á blað en skáldið leit yfir úrslitin og mælti:

Engin virtist yfirsjón,

ákaft vopnin skóku,

Þeir Sigurður og Sigurjón,

saman gullið tóku. 

---------------------------------------- 

Fundu nokkur farsæl geim,

flest á góðu róli.

Reifir silfrið reiddu heim,

Runólfur og Óli 

----------------------------------------

Áttu kappar ágætt skor,

ávallt héldu í trúna.

Kristján Mikk og klerkur vor,

kræktu í bronsið núna.

Úrslitin og spilin má sjá hér og stöðuna eftir tvö kvöld hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar