Rangæingar -- Listerinn gamli hrökk loks í gang

miðvikudagur, 29. mars 2017

Sl. þriðjudag lukum við Rangæingar leik í Samverkstvímenningnum og höfðum þá ríslað okkur við það í ein fimm kvöld.  14 pör mættu til leiks.   Heldur höfðu gömlu dísilvélarnar hökt undanfarið, einhverjar gangtruflanir gert vart við sig en nú hrökk gamli Listerinn í gang og gekk þýðlega þetta kvöldið, því góðtemplararnir Sigurður og Torfi unnu kvöldið nokkuð örugglega með 64,1% skor og þar með Samverkstvímenninginn, þar sem Bjorn stórtemplar frá Húsavík náði sér ekki á strik þetta kvöldið, enda Eyþórslaus og lauk leik á innan við 50% skori.   Þar með missti hann frá sér efsta sætið.

Það komust fleiri dísildrekar í gang þetta kvöld eftir að hafa gengið afar illa undanfarið.   Prestakallarnir urðu í 2. sæti með 62,5% skor og þriðju urðu fisksalinn og fisksaladrengurinn með 55,1% skor.

Úrslit í Samverkstvímenningnum urðu þessi, samantalið prósentuskor fjögurra bestu kvöldanna:

1) Sigurður-Torfi                  230,7  

2) Bjorn-Eyþór/Kalli/Maggi    226,3

3) Kristján-Halldór                225,0

Úrslit kvöldsins og spil má sjá hér og öll kvöldin fimm samanlögð hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar