Rangæingar -- Björninn breiði

miðvikudagur, 15. mars 2017

Sl. þriðjudag komu Framsóknarmenn í Rangárþingi, og tveir eða þrír að auki, saman að Heimalandi til að leika þriðju umferð í Samverkstvímenningnum.  Til leiks mættu 14 pör.   En hver getur stoppað Björninn breiða?   Á árum áður var Björninn breiður um herðar og er svo sem enn breiður en núorðið einkum um mittið.   "Sé ég með Eyþór" sagði Björninn að leikslokum í gær, enda mikill aðdáandi Dúdda úr "Með allt á hreinu", "þá nær mér enginn".

Þeir félagar fóru enda mikinn og tóku myndarskor, 64,4%.   Útgerðarmaðurinn og Héraðshöfðinginn komu næstir inn með 60,9% skor og þriðju urðu reglubræðurnir Svavar og Jói með 56,1% skor.   Besta kvöldið hjá þeim í langan tíma, vel gert drengir!

Aðrir fengu minna, og sumir miklu minna, eins og skáldið sem var andlaus í spilamennskunni þetta kvöldið og er enn andlaus, svo engar eru vísurnar í þetta sinn.

Úrslit kvöldsins og spilin má sjá hér og stöðuna eftir þrjú kvöld hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar