Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen skutust á toppinn á réttu augnabliki og tryggðu sér sigur í árlegu Páskamóti BH 2013, Þeir enduðu með 57,6%.
Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson unnu tveggja kvölda Páskabutler BH. Guðlaugur Sveinsson og Baldur Bjartmarsson voru í 2. sæti og í 3ja sæti voru Pétur Sigurðsson og Ólafur Þór Jóhannsson.
Kristján Snorrason og Baldur Bjartmarsson unnu sér inn sitthvort risa páskeggið á spilakvöldi hjá Miðvikudagsklúbbnum. Í 2. sæti var Runnalaufs-tvíeykið Þórður Þórðarson og Þorvaldur Pálmason og 3ja sætið varð hlutskipti Þorgerðar Jónsdóttur og Aðalsteins Jörgensen.
Þann 26. mars sl. var spilaður páskabarómeter hjá Rangæingum (Krappabarómeterinn) en Krappi ehf. gefur páskaeggin sem veitt voru verðugum í verðlaun.
Fyrsta HSK mótið í bridds fyrir keppendur 67 ára og eldri var haldið í Selinu á Selfossi laugardaginn 16. mars sl. 14 pör tóku þátt og fyrstu HSK meistarar eldri borgara urðu þeir Helgi Guðmundsson og Pétur Skarphéðinsson.
Páskatvímenningur Breiðfirðingafélagsins var spilaður í kvöld. Spilaður var Monrad-barómeter og mættu 18 pör til leiks. Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson tóku forystuna strax í fyrstu umferð og héldu henni til loka.
Suðurlandsmótið í tvímenning var haldið á heimavelli Bridgefélags Rangæinga að Heimalandi undir V-Eyjafjöllum, laugardaginn 23. mars. 18 pör mættu til leiks og fóru leikar svo að Gísli Þórarinsson og Þórður Sigurðsson urðu Suðurlandsmeistarar með 59,7% skor.
Eftir tvö kvöld af þremur í Board-a-match sveitakeppni B.A. leiðir sveit Frímanns Stefánssonar. Með honum spila Kristinn Þórisson, Björn Þorláksson og Pétur Gíslason.
Þegar tveimur kvöldum er lokið af þremur í íslandsbankabarómeter eru Guðmunudur og Björn efstir og þar á eftir kemur keppnisstjórinn knái Vigfús Pálsson og aðstoðarmaður hans Sigurður Vilhjálmsson.
Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi. Eiður Mar Júlíusson og sveitungar hans náðu að landa sigri í keppninni þrátt fyrir vera með lægsta skor kvöldsins.
Sveinn Stefánsson og Guðmundur Skúlason unnu 34 para tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum 20. mars. Þeir voru efstir með 60,4% skor. Næst voru Aðalsteinn Jörgensen og Þorgerður Jónsdóttir með 58,6% og í 3ja sæti voru Arnar R.
Meistaratvímenningurinn er hálfnaður og spennan í hámarki. Gunnar Guðbjörnsson og Lárus Óskarsson eru efstir. Næstir koma Grindvíkingarnir Ingvar Guðjónsson og Guðjón Einarsson eftir mjög gott annað kvöld.
Þann 19. mars var leikin önnur umferð í Aðaltvímenning félagsins. Bankastjórinn og slátrarinn lögðu gott skor inn á mótsbókina sína þegar þeir lönduðu harðsóttum sigri með 60,1% skori.
Árshátíð kvenna verður haldin laugardaginn 4.maí á Grand Hotel Nánari upplýsingar um dagskrána kemur síðar Upplýsingar og skráning er hjá Svölu svalakp@gmail.
Hermann Friðriksson og Halldór Úlfar Halldórsson leiða eftir fyrsta kvöld af 2 í Páska Butler BH. Þeir eru 71 impa í plús. Næstir koma Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með 52 impa og í 3ja sæti eru Guðlaugur Sveinsson og Baldur Bjartmarsson með 51 impa í plús.
Suðurlandsmótið í tvímenning verður haldið 23. mars nk. á Heimalandi. Spilað verður um Suðurlandsmeistaratitilinn. Allir velkomnir, en til að verða Suðurlandsmeistari þarf a.
Guðmundur og Björn eru með nauma forystu á Hartmansbræður þegar einu spila kvöldi af 3 er lokið hjá briddsfélagi Selfoss. Mótinu verður framhaldið næstkomandi fimmtudag og verða þá spiluð 32 spil.
Þriðja kvöldið af fjórum í hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Eiður Mar Júlíusson og hans sveitungar náðu besta skor kvöldsins, þriðju vikuna í röð, og eru nú með 161 stiga forskot á næstu sveit.
Unnar Atli Guðmundsson og Ágúst Sigurðsson voru efstir af 29 pörum miðvikudaginn 13. mars hjá Miðvikudagsklúbbnum. Þeir enduðu með 60,2%. Jöfn í 2. sæti voru pörin Þorgerður Jónsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen og Björgvin Már Kristinsson og Guðmundur Snorrason með 58,7%.
Vesturlandsmótið í tvímenningi verður haldið á hótel Hamri sunnudaginn 17.mars. Keppni hefst klukkan 10:30 og líkur á milli klukkan 17:00 og 18:00. Keppnisgjaldið er kr.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar