Staðan á toppnum breyttist ekkert á þriðja kvöldið aðaltvímenningsins. Eitt kvöld er eftir sem spilað verðu næstkomandi fimmtudag.
Þegar aðeins er eftir að spila síðustu umferðina í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs geta enn fjórar sveitir unnið mótið en til þess þarf sveit Sveins Símonarsonar að vinna sveit Björns Halldórssonar 25-2. Efstu tvær sveitirnar töpuðu báðar í tíundu umferð og þannig hélst spennan fram í lokaumferðina sem verður spiluð næsta fimmtudag.
Þriðjudaginn 28. nóvember var 3ja kvöld af 5 í Butler spilað. Þeir yngissveinar Brynjólfur Gestsson og Garðar Garðarsson, frá Selfossi, sem heiðrað hafa okkur Rangæinga með þátttöku sinni undanfarin kvöld, áttu langbesta skorið þetta kvöld, heila 63 impa í 26 spilum.
Enn fjölgar fingrum Frímanns og Reynir á bikarnum svo að senn má tala um heila krumlu. Þó er ekki öll nótt úti enn og eitt kvöld eftir. Efstu pör: 1. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 58,5% 2. Sveinn Pálsson - Hilmar Jakobsson 54,5% 3.
Hulda Hjálmarsdóttir og Andrés Þórarinsson voru efst í NS með 63,4% og Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson voru efstir í AV með 65,9%. Þetta skor dugði Ísak og Stefáni til að enda efstir í samanlögðu skori úr 2 Mitchell tvímenningum.
Skorblað hvers pars fyrir sig er nú komið á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs Einnig var gerð leiðrétting hjá pörum 11 og 23 í spili 41 sem var skrað í ranga átt.
Fimmtíu ára afmælismót Bridgefélags Kópavogs fór fram í Gullsmára 13 í dag. 45 pör mættu til leiks og spiluðu mjög skemmtilegt og vel heppnað mót.
Gústaf og félagar í BDÓ efndu til skemmtilegs föstudagsmót 23.nóvember með þáttöku 16 para allt frá Siglufirði til Akureyrar. Vinningar voru veglegir og eftir harða baráttu urðu efstu pör: 1. Reynir Helgason - Frímann Stefánsson 60,5% 2. Eiríkur Helgason - Sæmundur Andersen 58,2% 3. Gústaf Þórarinsson - Helgi Indriðason 57,4% Öll úrslit og spil má sjá hér.
Björvin Már tók forystuna á Selfossi á öðru kvöldi Sigfúsartvímennings. Mótið er hálfnað svo það er allt opið ennþá. Mótinu verður framhaldið æstkomandi fimmtudagskvöld.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hélt áfram í gærkvöldi og er nú lokið átta umferðum af ellefu. Sveit Björns Halldórssonar er enn með 12 siga forystu og hafa unnið alla leiki nema einn.
50 ÁRA AFMÆLISMÓT BRIDGEFÉLAGS KÓPAVOGS Laugardagur 24 nóvember kl. 11:00 - 18:00 Silfurstigamót, Monrad með 11 umferðum x 4 spil: alls 44 spil Gullsmári, fégsheimili eldri borgara, Gullsmára 13 Verðlaun fyrir fimm efstu sætin, alls 120.000,- 15 útdráttarverðlaun Styrktaraðili: MÁLNING hf.
Þriðjudagskvöldið 20. nóvember tókum við Rangæingar á móti Hrunamönnum á heimavelli okkar að Heimalandi. Hrunamenn og Rangæingar hafa um árabil mæst við bridgeborðið og att kappi íliðakeppni (sveitakeppni).
Efstu pör. 1. Guttormur Kristmannsson og Magnús Ásgrímsson 48. 2. Pálmi Kristmannsson og Þorsteinn Bergsson 21. 3. Cecil Haraldsson og Sigfinnur Mikaelsson 15. 4.-5. Jóhanna Gísladóttir og Vigfus Vigfusson 14. 4. 5. Unnar Ingimundur Jósepsson og Jon Halldór Gudmundsson 14.
Staðan breyttist töluvert á 2.kvöldi mótsins en Frímann Stefánsson og Reynir Helgason hafa bætt baugfingri á bikarinn. Á hæla þeirra koma Óttar, Kristján og Sveinn P, Hilmar.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hélt áfram í gærkvöldi en þá voru spilaðar fimmta og sjötta umferð. Björn Halldórsson og félagar halda enn toppsætinu en nú eru aðeins 10 stig í næstu tvær sveitir.
Sigfúsar tvímenningur briddsfélags Selfoss hófst fimmtudagskvöldið 15. nóv. Þetta er fjögura kvöldatvímenningur tvöföld umferð allir við alla. Björn Snorrason og Guðmundur Þór eru efstir eftir fyrsta kvöldið en það er nóg eftir af mótinu.
Þeir bræður Árni og Oddur Hannessynir fengu ótrúlegt skor í þriggja kvölda butler tvímenningi á Suðurnesjum. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 150 stig.
Jafnt er á toppnum eftir 1.kvöld af 4 en Frímann og Reynir eru komnir með litlutá á bikarinn.
Haustsveitakeppni Þriggja Frakka er háflnuð. Fjórum kvöldum af átta er lokið. Staðan er... 1. Sveit Lögfræðistofu Íslands = 235 stig 2. Sveit Vís = 218 stig.
Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson gerðu sér lítið fyrir og unnu báða Madeirabötlertvímenningana sem voru spilaðir í Hafnarfirði, þann seinni með miklum yfirburðum.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar