Hermann Friðriksson og Gunnlaugur Sævarsson skoruðu 64,8% í 20 para tvímenning miðvikudaginn 23. maí. Þetta er hæsta skor í Sumarbridge þetta árið.
Nú er lokið aðalfundi Bridgefélags Akureyrar og fyrsta kvöldið Sumarbridge. Alla þriðjudaga kl 19:30 í sumar verða tvímenningar í Lionssalnum að Skipagötu 14 svo endilega mæta þar.
G o l f - b r i d g e. Nr. 4 Verður haldið á Strönd (Hellu) laugardaginn 09. Júní nk. Ræst í golfinu á öllum teigum kl.
Komin eru inn yfirlit yfir brons- og silfurstig sem skoruð voru hjá félaginu vorið 2012. Bronsstigakóngur vorsins 2012 varð Magnús Guðmundsson með 177 bronsstig.
Jón Steinar Ingólfsson er Bronsstigameistari Bridgefélags Kópavogs veturinn 2011-2012 með 305 stig.
Góð þáttaka var á öðru spilakvöldi í Sumarbridge þann 16 maí en spilað var á 12 borðum. Bræðurnir Árni og Oddur Hannessynir sigruðu með þriggja prósenta mun og geta valið um bridgebók eða frítt næst í verðlaun.
Aðalfundur Bridgefélags Kópavogs fer fram föstudaginn 18 maí kl. 20:00 á heimili Þorsteins Berg að Fjallalind 7. Almenn aðalfundarstörf. Stjórnin.
Þórður Sigurðsson og Jón Bjarki Stefánsson unnu fyrsta spilakvöld í Sumarbridge 2012. Þeir enduðu með 58,9% og annað sæti féll í hlut Halldórs Þorvaldssonar og Magnúsar Sverrissonar með 57,7%.
Síðasta spilakvöld vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs var spilað í gærkvöldi og var það seinna kvöldið í Vortvímenningi. Jón Steinar Ingólfsson og Guðlaugur Bessason náðu besta skori kvöldsins með 57,7% skori sem dugði þeim til sigurs samanlagt.
Eftir spennandi mót með flestum okkar bestu spilurum var það Kristján Þorsteinsson sem varð Topp 16 meistari þetta árið.
Einmenningur BR 2012 Haraldur Ingason rótburstaði einmenninginn Haraldur Ingason = 332 Ólafur Steinason = 288 Svala K.
Helga Bergmann og Kristín Þórarinsdóttir sigruðu tvímenninginn af öryggi með 67% skor Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins
Jæja þá er komið að því, síðasta spilakvöldið í BR í vetur. Eins og venja er verður spilaður einmenningur. Stjórn BR ákvað að breyta útaf fyrirhugaðri dagskrá og því þarf ekki að hafa spilað 75% af spilakvöldum vetrarins til að fá að vera með.
Eftir spennandi baráttu 22 para þann 1.maí þá urðu Norðurlandmeistarar þeir Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson.
Síðasta keppni vetrarins hófst nú í kvöld og er það tveggja kvölda vortvímenningur. Loftur Þór Pétursson og Valdimar Sveinsson sigruðu þessa fyrri lotu með 58,5% skori en Gísli Tryggvason og Þorsteinn Berg urðu aðrir með 55,4%.
Eftir jafna og spennandi keppni, sigruðu Hrannar og Hlynur Vortvímenning BR Sjá nánar á heimasíðu BR
Fimmtudaginn 3. maí verður spiluð síðasta umferðin í fimmtudagsdeildinni. Verðlaunaafhending fer fram að lokinni spilamennsku. Spilamennska hefst kl.
Í kvöld verður spilað síðasta kvöldið í fjögurra kvölda tvímenning félagsins. Byrjum kl. 19:00 eins og venjulega.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar