Gulli Bessa og Jón Steinar unnu Vortvímenning BK

föstudagur, 11. maí 2012

Síðasta spilakvöld vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs var spilað í gærkvöldi og var það seinna kvöldið í Vortvímenningi. Jón Steinar Ingólfsson og Guðlaugur Bessason náðu besta skori kvöldsins með 57,7% skori sem dugði þeim til sigurs samanlagt. Jón Steinar varð jafnframt Bronsstigameistari vetrarins. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs. 

Bridgefélag Kóopavogs þakkar öllum þeim er spilað hafa hjá félaginu í vetur vonast til að sjá sem flesta aftur um miðjan september þegar vetrarstarfið hefst að nýju.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar