Er haldið í Síðumúla 37, helgina 11 og 12 febrúar, og þriðjudagana 14 og 21 febrúar. Áhorfendur hvattir til að mæta. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins.
Aðalsveitakeppni Briddsfélags selfoss hófst síðastliðið fimmtudagskvöld með þátttöku 8 sveita. Keppnin fer fjörlega af stað og búast má við spennandi keppni.
Björn Jónsson og ÞórðurJónsson héldu efsta sætinu í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavgs þegar annað kvöldið af fjórum var spilað í gærkvöldi. Þeir náðu aftur besta skori kvöldsins með 63,2% skori.
Spilað var eins kvöls tvímennigur vegna þess að spilagjöfin fyrir kvöldið var rugluð og var þess vegna spiluð 24 spil. Sigurvegarar kvöldsins eru þeir Guðjón Óskarsson og Hafsteinn Ögmundsson með 61,6% skor.
Hanna Friðriksdóttir og Inga Lára Guðmundsdóttir unnu 22 para tvímenning með 61,1% skor. Í 2. sæti voru Sturlaugur Eyjólfsson og Jón Jóhannsson með 57,7%.
Sveitin ? vann aðalsvetiakeppni BH veturinn 2011-2012 með 260 stig í 13 umferðum. Það jafngildir 20 stigum að meðaltali í leik. Með ? spiluðu Garðar Garðarsson, Svala Pálsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Gunnlaugur Sævarsson, Guðjón Svavar Jensen og Pétur Júlíusson.
Aðaltvímenningi BR 2012 er lokið með sigri þeirra bræðra, Hrólfs og Odds.
Þá er lokið aðsveitakeppni BH með þátttöku 14 sveita Sveit suðurnesjamanna ? vann öruggan sigur með 260 stigum eða 20 að meðaltali úr leik sem sem verður að teljast frábær árangur.
Pétur Guðjónsson og félagar eru með vænlegt forskot fyrir lokakvöldið en butler og stöðu má sjá hér Minnt er á Svæðamót Norðurlands Eystra í tvímenning sem fram fer laugardaginn 11.febrúar kl 10 í Skipagötu 14. Skráning hjá Sefáni Vilhjálmssyni fyrir kl.
Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermansson sigruðu 3ja kvölda butler tvímenning sem lauk síðastliðið fimmtudagskvöld. Næsta mót félagsins er er aðalsveitakeppni félagsins.
Aðaltvímenningur Bridgefélags Kopavogs hófst í kvöld og mættu 22 pör til leiks. Björn Jónsson og Þórður Jónsson eru efstir eftir fyrsta kvöldið af fjórum með 60,6% skor.
Í kvöld hófst Meistaratvímenningur á Suðurnesjum á 8 borðum. Spilin voru mjög fjörug og held ég að á einu kvöldi hafi aldrei verið jafn margar slemmur í spilunum.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar