Meistaratvímenningur 2012 á Suðurnesjum hafinn

miðvikudagur, 1. febrúar 2012

Í kvöld hófst Meistaratvímenningur á Suðurnesjum á 8 borðum. Spilin voru mjög fjörug og held ég að á einu kvöldi hafi aldrei verið jafn margar slemmur í spilunum.

Efstir eftir fyrsta kvöld eru þeir Ingimar Sumarliðason og Sigurður Davíðsson með 62,5% skor, Guðni Sigurðsson og Kolbrún Guðveigsdóttir fylgja fast á hæla þeirra með 59,9% og í þriðja sæti eru þau Óli Þór Kjartansson og Sigríður Eyjólfsdóttir 58,9%.

Vonandi verða jafn skemmtileg spil næsta miðvikudag. Öll spil og úrslit eru hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar