Eftir seinna kvöldið urðu það Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson sem unnu mótið en jafnt var á toppnum.
Öll spil og úrslit
Næsta þriðjudag 28. febrúar kl. 18:00 verður enn einn fyrirlesturinn. Þá mun Jón Þorvarðarson halda fyrirlestur um líkindafræði í bridge og hvernig hægt er að sameina möguleika.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hefst n.k. þriðjudag 28. febrúar. Skráning er hafin og má senda póst á br@bridge.is eða hringja í Rúnar í síma 820-4595. Endilega skrá sig tímanlega þannig að hægt sé að skipuleggja mótið (þarf að panta spilagjöf fyrirfram og ýmislegt fleira).
Björn Jónsson og Þórður Jónsson eru sigurvegarar í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Þeir enduðu með 1261 stig eða slétt 60%skor úr kvöldunum fjórum.
Aðaltvímenningu BH hefst á morgun (mánudag). Þetta verður 4 kvölda Barometer allir við alla.
Staða og butler í aðalsveitakeppninni eru komin á netið.
Reykjavíkurmeistarar í sveitakeppni 2012 er sveit Karls Sigurhjartarsonar.
Eftir fyrra kvöldið í Góutvímenningnum leiða Pétur Gíslason og Björn Þorláksson en heildarstöðuna má sjá hér.
"Koma svo" allir að mæta setjum nýtt met :) Góð æfing fyrir íslandsmót um næstur helgi
Sá síungi kappi og bridgespilari Þórður Jörundsson er níræður í dag, 19 febrúar. Af því tilefni var hann gerður að heiðursfélaga Bridgefélags Kópavogs síðastliðinn fimmtudag og færðar gjafir og blóm frá félaginu.
Þriðja og fjórða umferð aðalsveitakeppni briddfélags selfoss fór fram fimmtudagskvöldið 17.febrúar. Segja má að staðan á toppnum sé bísna jöfn, þannig að það stefnir í spennandi mót.
Þriðja kvöldið af fjórum í Aðalvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað nú í kvöld. Heimir Þór Tryggvason og Árni Már Björnsson fengu besta skor kvöldsins með 330 stig eða 66%.
Annað kvöldið af fjórum fór fram í gær í Meistaratvímennig okkar Suðurnesjamanna. Eftir 2 kvöld eru þeir Ingimar og Sigurður efstir. Endilega fylgist með á heimasíðu okkar.
Eftir sex kvölda baráttu níu sveita urðu Akureyrarmeistarar sveit Péturs Guðjónssonar en með honum spiluðu Stefán Ragnarsson, Grettir Frímannsson, Hörður Blöndal, Jónas Róbertsson og Sveinn Pálsson.
Vegna þess að Reykjavíkurmótið í sveitakeppni styttist þónokkuð vegna þátttökuleysis þá bætist við eitt spilakvöld í BR. kveðið hefur verið að hefja Aðalsveitakeppni BR einu kvöldi fyrr og lengja mótið um eitt kvöld fyrir vikið.
Næsta umferð í Reykjavíkurdeildinni fer fram n.k. fimmtudag. Dregið í næstu umferð í dag og birtist á heimasíðu BR í kvöld. Spilamennskan hefst á slaginu 19:00.
Fyrirlestur um líkindafræði sem átti að vera á morgun þriðjudag frestast um hálfan mánuð. Jón Þorvarðarson mun mæta galvaskur þriðjudaginn 28. febrúar, sama kvöld og aðalsveitakeppni BR hefst.
Næstu 2 mánudaga verður tvímenningur með monrad fyrkomulagi. ATH þetta eru sjálfstæð kvöld.
Svæðameistarar 2012 urðu Stefán Vilhjálmsson og Örlygur Már Örlygsson í afar góðmennu móti.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar