Þórður Jörundsson: NÍRÆÐUR HEIÐURSFÉLAGI

sunnudagur, 19. febrúar 2012

Sá síungi kappi og bridgespilari Þórður Jörundsson er níræður í dag, 19 febrúar. Af því tilefni var hann gerður að heiðursfélaga Bridgefélags Kópavogs síðastliðinn fimmtudag og færðar gjafir og blóm frá félaginu. Þórður hafði spilað í heimahúsum í góðra vina hópi en fór ekki að spila keppnisbridge fyrr en um sjötugt að starfsævinni lokinni. Hann er enn að og eftirfarandi vísu fékk hann í afmælisgjöf frá Lofti Þór Péturssyni:

Þórður, hann þvælist í geymin

og þykist þá eig'allan heiminn

svo roðnar hans hörund

þegar rífst hann við Jörund

því hann er svo helvíti gleyminn

Þórður Jörundsson níræður

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar