Þriðjudaginn 1.febrúar verður gert stutt hlé á Akureyrarmótinu í sveitakeppni og spilaður einmenningur og eru allir hvattir til að láta sjá sig.
Miðvikudagsklúbburinn spilar á sama tíma og Stjörnutvímenningurinn á Bridgehátíð 2011. Spiluð verða sömu spil og í Stjörnutvímenningnum og fá sigurvegarar keppnisgjald í tvímenning Bridgehátíðar í verðlaun.
Töluverðar sviftingar urðu í toppbáráttunni á 3.
Spilaður verður eins kvölds tvímenningur í Síðumúla 37 þriðjudaginn 25.
Vegna bridgehátiðar verður eins kvölds tvímenningur miðvikudaginn 26.janúar hjá bridgfélögunum á suðurnesjum. Keppni í butlertvímenningnum heldur svo áfram eftir bridgehátið.
Guðmundur Gunnarssoon og Björn Snorrason náðu forystu í sveitakeppnístvímenning hjá Briddsfélagi Selfoss þegar tvö kvöld af 3 eru búin. Staðan á toppnum er þétt og verður síðasta kvöldið æsispennandi.
Reykjavíkurmeistarar í sveitakeppni 2011 er sveit Sparisjóðs Siglufjarðar, en í þeirri sveit spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Steinar Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H Einarsson.
Feðgarnir Júlíus Snorrason og Eiður Már Júlíusson sigruðu örugglega í þriggja kvölda Monrad-barómeter Bridgefélags Kópavogs. Þeir voru í álíka stuði og Íslaenska Landsliðið í handbolta í gærkvöldi og fengu 63% skor þegar síðasta kvöldið var spilað.
Lilja Kristjánsdóttir og Ólöf Ólafsdóttir voru efstar af 22 pörum í Miðvikudagsklúbbnum, 19. janúar. Þær skoruðu 61,4%. Næstir voru Björn Arnarson og Erlingur Þorsteinsson og í 3ja sæti Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson.
Búið er að spila 1 kvöld af 3 í nýja sveitakeppnistvímenningnum hjá Bridgefélagi Selfoss. Efstir eru Helgi og Brynjólfur með 50 impa í plús, í 2. sæti eru Kristján Már og Helgi Grétar með 47,8 impa í plús og í 3. sæti eru Anton og Pétur með 46 impa í plús.
Hér koma úrslitin úr jólamóti okkar Rangæinga sem haldið var í golfskálanum á Strönd 15.01. Mótið tókst í alla staði afar vel. Strönd er frábær spilastaður og viðurgjörningur Kötu veitingastjóra, eins og best verður á kosið.
Fyrsta umferð í sveitakeppni félagsins var spiluð síðastliðin þriðjudag. Allsráðandi einvaldur raðaði í sveitir og eru þær sjö talsins.
Í svæðamóti Norðurlands Eystra í sveitakeppni 2011 börðust 6 sveitir um 3 sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins. Baráttan var hörð bæði um 1.sætið og um hið mikilvæga 3.sæti.
Þegar mótið er hálfnað leiðir sveit Gylfa Pálssonar en 6 sveitir keppa um 3 sæti. 1. Gylfi Pálsson 110 2. Sagaplast 104 3. Efnamóttakan 78 4. Stefán Vilhjálmsson 74 5. Gestasveit X7 47 6.
Reykjanesmótið í Sveitakeppni er í fullum gangi og keppnisstjóri uppfærir úrslit og spil eftir hverja umferð sem tekur ca. eina og hálfa klukkustund.
16 pör mættu til leiks í fimm kvölda butlertvímenningi. Spiluð verður tvöföld umferð, 5 spil milli para og 30 spil á kvöldi. Efstir eftir fyrsta kvöld er þeir Jóhannes Sigurðsson og Karl Hermannsson með 49 Impa.
Þórður Björnsson og Birgir Örn Steingrímsson hafa eins stigs forystu á Sigurð Sigurjóns og Ragnar Björnsson eftir tvö kvöld af þremur í Monrad-tvímenningi Bridgefélags Kópavogs.
Eftir 1.kvöldið og 3 umferðir leiðir sveit Stefáns Vilhjálmssonar. Ein sveit komst ekki vegna færðar og eru því 3 leikir enn óspilaðir.
Birkir Jón Jónsson og Anton Haraldsson stóðu uppi sem sigurvegarar í tvímenningskeppni Bridgehátíðar Vesturlands með skor upp á 61,5%. Í öðru sæti enduðu Harpa Fold Ingólfsdóttir og Svala K Pálsdóttir og í 3. sæti enduðu þeir Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen.
Fyrsta þriðjudag þessa árs hittust topp 16 spilarar síðasta spilaárs í félagsheimili Bridgefélags Rangæinga og öttu kappi í einmenningi. Sláturhúsið á Hellu gefur vegleg verðlaun sem og sárabætur.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar