Krappabarómeter 30.3.2010, eins og nafnið gefur til kynna er það fyrirtækið Krappi sem gefur verðlaunin í þetta mót. Veitt eru verðlaun fyrir 1-3 sæti ásamt neðsta og "Tottenham" sætinu sem gárungarnir vilja meina að sé næsta fyrir ofan miðju.
Emma Axelsdóttir og Davíð Lúðvíksson unnu 16 para tvímenning með 57,2% skor. Erla Sigurjónsdóttir og Guðni Ingvarsson voru í 2. sæti með 56,6%. Þessi pör unnu sér inn páskaegg auk þess sem Sigurður Kristjánsson og Eiríkur Sigurðsson voru dregnir út og fengu páskaegg.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar