Ólöf Þorstensdóttir og Hanna Friðriksdóttir unnu mjög nauman sigur á Sigrúnu Pétursdóttur og Unnari Atla Guðmundssyni. Munurinn í lokin var 0.6 stig. 1.1 stigi neðar voru svo Arngunnur Jónsdóttir og Guðrún Jóhannesdóttir.
Guðlaugur Bessason og Halldór Svanbergsson náðu hæsta skori sumarsins, 63,7% miðvikudaginn 21. maí. Næstir voru Baldur Bjartmarsson og Óli Björn Gunnarsson með 60,7%.
Árni Guðbjörnsson og Gísli Guðjónsson unnu fyrsta spilakvöld Sumarbridge 2007 með 59,9% skori. Næstir voru Unnar Atli Guðmundsson og Jóhannes Guðmannsson með 55,1% og síðan var 1 stig á milli sæta niður í 6. sæti.
Topp 16 einmenningur B.A. Síðastliðinn þriðjudag fór fram einmenningur þar sem þeir 16 spilarar reyndu með sér sem flest bronsstig höfðu fengið um veturinn.
Soffía Daníelsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir unnu lokakvöld hjá Miðvikudagsklúbbnum með 60,.6% skor. Þær fengu gjafabréf hjá veitingahúsinu Lauga-Ás í verðlaun.
Sjá má lokaniðurstöðuna hér
Einmenningur fyrir 24 bronsstigahæstu spilara BR yfir veturinn fór fram þriðjudaginn 8.maí. Michelle bar fram miklar kræsingar og allir skemmtu sér hið besta.
Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson unnu 12 para tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum með 59,4% skor. Næstu pör voru Erla Sigurjónsdóttir - Sigfús Þórðarson með 58,7% og Gróa Guðnadóttir - Unnar Atli Guðmundsson með 58,6%.
Bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir skoruðu grimmt síðasta kvöldið í aðaltvímenningi BR og sigruðu af öryggi. Fróðir menn telja að ekkert par hafi unnnið aðaltvímenning BR jafn oft og þeir bræður!! Lokakvöld BR verður 8.maí þar sem 24 efstu spilarar vetrarins í bronsstigum spila einmenning með veglegum verðlaunum.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar