Topp 24 einmenningur BR - Lokakvöld BR

þriðjudagur, 8. maí 2007

Einmenningur fyrir 24 bronsstigahæstu spilara BR yfir veturinn fór fram þriðjudaginn 8.maí. Michelle bar fram miklar kræsingar og allir skemmtu sér hið besta.
Spilaður var bötler og þar sem óvenju mikið var um slemmuspil urðu miklar sviptingar í toppbaráttunni. Úrslit réðust í síðasta spilinu þar sem stóðu 7 lauf en sá samningur náðist á helmingi borða. Hermann Friðriksson stóð uppi sem sigurvegari og fékk utanlandsferð frá Sumarferðum að launum.
Efstu spilarar:

1. Hermann Friðriksson       45
2. Símon Símonarson           43
3. Sveinn Þorvaldsson         34
4. Björgvin Már Kristinsson  33
5. Ómar Olgeirsson              33
6. Gísli Steingrímsson           26

Öll spil og úrslit má finna hér

Einmenningur
2. Símon Símonarson, 1. Hermann Friðriksson, 3. Sveinn R. Þorvaldsson

Einnig voru veitt verðlaun fyrir bronsstigahæsta spilara vetrarins,
hæstu konuna og hæsta yngri spilarann.

bronsprins
Bronsprins BR 2006-2007 - Gabríel Gíslason ásamt ÍÖS sem afhenti verðlaunin


bronsdrottning
Bronsdrottning BR 2006-2007 - Erla Sigurjónsdóttir

bronskóngur
Bronskóngur BR 2006-2007 - Ómar Olgeirsson

Hér má sjá lokastöðuna í bronsstigum vetrarins hjá BR


Nú í kvöld, 8.maí er lokakvöld BR.
24 efstu spilarar vetrarins spila þar einmenning þar sem sigurvegarinn hlýtur utanlandsferð frá Sumarferðum og gjafabréf frá Þremur Frökkum verður í 2. og 3. verðlaun. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bronsstigahæsta spilara vetrarins, hæstu konuna og yngri spilarann.
Spilurum verður boðið upp á veitingar "a la Michelle". Spilamennska hefst kl. 19 í Síðumúla 37, áhorfendur velkomnir!

Hér má sjá lokastöðuna í bronsstigum vetrarins hjá BR

Sumarkveðja
Stjórn BR

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar