Alfreðsmót og Norðurlandsmót Miklar sviftingar urðu á lokakvöldi Alfreðsmótsins í impatvímenningi en þegar reykurinn hafði dreift sér höfðu Hermann og Stefán tekið mikið hástökk og náð hæsta skori allra fyrir stakt kvöld sem dugði þeim til sigurs.
Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson unnu einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum með glæsilegu skori, 65,5%. Í 2. sæti urðu Óttar Ingi Oddsson og Sigurður Björgvinsson með 61,5%.
Það er sérstaklega mikilvægt að þeir sem koma með í keppnisferðina til Spánar mæti því farið verður yfir ferðatilhögun og fleira. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur að því loknu.
Halldór Svanbergsson og Guðlaugur Bessason gerðu sér lítið fyrir og náðu 65,1% skori í Miðvikudagsklúbbnum. Þeir voru 5% á undan næsta pari, Halldóri Ármannssyni og Gísla Sigurkarlssyni, sem þó fengu 60,1% skor.
Alfreðsmót B.A. Nú er impamótið komið vel á veg en annað kvöld keppninnar einkenndist af miklum sveiflum og nokkur pör skutust á toppinn þó Pétur og Björn hafi með góðum endaspretti náð dágóðu forskoti.
Alfreðsmótið hafið Síðasta stóra mót vetrarins er hafið hjá Bridgefélagi Akureyrar en það er Alfeðsmótið í impatvímenningi sem er eitt af skemmtilegri mótunum að margra mati.
Einmenningsmeistarinn 2007 Þriðjudaginn 3.apríl fór fram þriðja og síðasta kvöldið í einmenningi B.A. þar sem úrslit réðust en tvö bestu kvöldin af þremur giltu.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar