Halldór Svanbergsson og Guðlaugur Bessason með 65,1% skor!!

miðvikudagur, 18. apríl 2007

Halldór Svanbergsson og Guðlaugur Bessason gerðu sér lítið fyrir og náðu 65,1% skori í Miðvikudagsklúbbnum. Þeir voru 5% á undan næsta pari, Halldóri Ármannssyni og Gísla Sigurkarlssyni,  sem þó fengu 60,1%  skor. Þar sem spilaður var Monrad-Barómeter. Í 3. sæti voru Gabríel Gíslason og Ísak Örn Sigurðsson. Efsta parið fékk glæsilegar ostakörfur frá Osta og Smjörsölunni, og 2. sætið helgarsteikur frá SS. Hafliði Baldursson og Sigurður Ingi Sigmarsson fengu konfekt í aukaverðlaun.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar