Alfreðsmót og Norðurlandsmót

fimmtudagur, 26. apríl 2007
Alfreðsmót og Norðurlandsmót
Miklar sviftingar urðu á lokakvöldi Alfreðsmótsins í impatvímenningi en þegar reykurinn hafði dreift sér höfðu Hermann og Stefán tekið mikið hástökk og náð hæsta skori allra fyrir stakt kvöld sem dugði þeim til sigurs.
3.kvöld:
1. Hermann Huijbens - Stefán Vilhjálmsson +56
2. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason +31
3. Stefán Sveinbjörnsson - Ragnheiður Haraldsdóttir +19
Heildarstaða para:
1. Hermann Huijbens - Stefán Vilhjálmsson +70
2. Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson +45
3. Pétur Gíslason - Björn Þorláksson - Ingvar Páll +33
Aðeins ein sveit endaði í plús! Það voru nefnilega tvö efstu pörin sem höfðu dregist saman þ.e. Hermann, Stefán, Gylfi og Helgi með +115 samanlagt.
Við viljum að sjálfsögðu minna á Norðurlandsmótið í tvímenningi sem fram fer á Dalvík þriðjudaginn 1.maí en þegar er þáttaka orðin góð. Upplýsingar um skráningu og fyrirkomulag fást hjá Stefáni Vilhjálmssyni í síma 8984475.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar