Deildakeppni 2006

Eykt vann næsta öruggan sigur í fyrstu deild með 259 stig, Esja
kjötvinnsla náði fyrsta sæti í 2. deild með 238 stig og Gunnar
Björn Helgason fyrsta sæti í 3. deild með 250 stig. Sigurður
Vilhjálmsson og Júlíus Sigurjónsson urðu efstir í butlerútreikningi
fyrstu deildar með 18,49 að meðaltali í 4 leikjum.
Sjá allt
um mótið hér Sjá myndir frá mótinu
hér
1. deild |
|
EYKT
|
259
|
Garðar og vélar
|
243
|
Grant Thornton
|
238
|
Ferðaskrifstofa Vesturlands
|
233
|
Landmannahellir
|
189
|
Allianz
|
178
|
VÍS
|
169
|
Landsbankinn Ísafirði
|
156
|
|
|
2. deild |
|
Esja Kjötvinnsla
|
238
|
Tryggingarmiðstöðin
|
232
|
Örvi
|
228
|
Sölufélag Garðyrkjumanna
|
224
|
Suðurnesjasveitin
|
205
|
Marin ehf
|
193
|
Arngunnur Jónsdóttir
|
191
|
Úlfurinn
|
165
|
|
|
3. deild |
|
Gunnar Björn Helgason
|
250
|
Sveinbjörn Eyjólfsson
|
226
|
Nýdekk
|
206
|
Jens Sigurbjörnsson
|
193
|
Kisurnar
|
192
|
Jóhann Sigurðarson
|
177
|

1. deildarmeistarar - Eykt: Jón Baldursson, Bjarni Einarsson,
Sigurbjörn Haraldsson,
Þorlákur Jónsson og Guðmundur Baldursson forseti og Hrafnhildur
Skúladóttir sem afhentu verðlaunin. Á myndina vantar Aðalstein
Jörgensen og Sverri Ármannsson

2. deildarmeistarar - Esja Kjötvinnsla: Steinberg Ríkarðsson,
Ragnheiður Nielsen,
Hjördís Sigurjónsdóttir, Guðmundur Baldursson og Hrafnhildur
Skúladóttir.
Á myndina vantar Kristján B. Snorrason, Jón Ágúst Guðmundsson og
Hallgrím Hallgrímsson

3. deildarmeistarar - Gunnar Björn Helgason: Guðmundur
Baldursson forseti, Gunnar Björn Helgason, Brynjólfur
Gestsson, Þröstur Árnason, Sigfinnur Snorrason og Hrafnhildur
Skúladóttir. Á myndina vantar Ríkharð Sverrisson og Kjeld
Sögaard.
Deildakeppnin verður spiluð helgarnar 7.-8. október og 28.-29.
október. Að venju verður spilað í þremur deildum. Spilamennska
hefst um klukkan 11:00 laugardagana og lýkur um klukkan 19:15 en á
sunnudögum klukkan 10:00-15:45. Keppnisgjald er krónur 24.000 á
sveit. Verðlaunapeningar eru fyrir 3. efstu sætin í öllum deildum
og gullstig að auki. Sigurvegarar 1. deildar vinna sér rétt á
Norðurlandamót, Sigurvegarar 2., og 3. deildar vinna sér inn frítt
keppnisgjald í sveitakeppni eða tvímenning Bridgehátíðar. Sveitir
sem eiga rétt í fyrstu og aðra deild eru beðnar um að staðfesta
þátttöku. Skráning í þriðju deild er öllum opin. Reglugerðin hefur
tekið breytingum til einföldunar og liðkunar á
skráningarreglum.