Á fundi sínum í dag samþykkti mótanefnd mótaskrá fyrir 24-25. Drög hafa legið frammi til umsagnar núna í um mánuð.
Búið er að draga í 32.liða úrslit í bikar. Dregið verður 1.júlí í næstu umferð og þurfa allir leikir að vera búnir fyrir það. Við munum reyna að búa til contact lista sem kemur inn á næstu dögum.
Ísland gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Hollendinga í 4 af 9 leikjum sem voru spilaðir núna um helgina. Leikirnir eru undirbúningur fyrir Evrópumótið sem fer fram í Danmörku í sumar.
Mjög góð staða er í Hollandi í vinnáttulandsleik Íslands og Hollands. Þegar tvær umferðir af 9 eru búnar gegn Evrópumeisturum Hollendinga leiðir Ísland 170-120 í impum.
Núna um helgina verða spilaðir vináttulandsleikir við Holland í opna flokknum sem fara fram í Utrecht í Hollandi. Hollendingar eru ríkjandi Evrópumeistarar í Bridge svo ljóst er að um erfiða leiki verður að ræða fyrir Ísland.
Nýliðabridge er komið í sumarfrí en allir eru velkomnir í sumarbridge sem verður klukkan 19.00 alla mánudaga og miðvikudaga í sumar. Það er ekkert mál að mæta allir taka vel á móti þeim sem eru að stiga sín fyrstu skref.
Skráning
Kjördæmamótið 2024 fer fram í Stykkishólmi 04-05. maí. Tímaplanið. tímatafla-2024.pdf (bridge.is)Keppendalisti.keppendalisti-2024.pdf (bridge.is)Fyrsta umferðin:Austurland - Norðurland EystraNorðurland Vestra - VestfirðirSuðurland - VesturlandReykjanes - FæreyjarReykjavík á yfirsetu.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar