Sveit SFG efst á Suðurlandsmótinu í sveitakeppni

laugardagur, 6. janúar 2024
Það var alvöru dramatík á Suðurlandsmótinu í sveitakeppni sem var haldið á Hvolsvelli í gær og í dag. SFG vann mótið með 16-13 impa sigri gegn íslenskum Landbúnaði í lokaleiknum og var 0,5 vinningsstigum fyrir ofan Landbúnaðinn. Í sveit SFG spiluðu Gunnlaugur Karlsson - Kjartan Ingvarsson - Stefán Jónsson - Sverrir Þórisson
Sveit TM hefur verið mjög sigursæl undanfarin ár en varð að lúta í gras núna um helgina.
Sveit íslensks Landbúnaðar voru krýndir Suðurlandsmeistarar þar sem þeir voru efsta sveit þeirra sveita sem voru með nægjanlegt hlutfall Sunnlendinga í liðinu og voru 0,06 vinningsstigum fyrir ofan sveit Óla Steina. Í sveit íslensk Landbúnaðar spiluðu Höskuldur Gunnarsson - Guðmundur Þ Gunnarsson - Sigurður Jón Björgvinsson - Sveinn Ragnarsson - Þröstur Árnason
Þetta mót var mjög vel heppnað og eiga þeir sem stýrðu mótinu þakkir skildar fyrir frábært mót.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar