Jafet S. Ólafs­son látinn 72 ára að aldri.

fimmtudagur, 9. nóvember 2023

Jafet fædd­ist í Reykja­vík 29. apríl 1951. For­eldr­ar hans voru hjón­in Sig­ríður Jafets­dótt­ir, hús­freyja og þjón­ustu­kona, og Ólaf­ur M. Magnús­son hús­gagna­smíðameist­ari.

Jafet lauk stúd­ents­prófi frá Verzl­un­ar­skóla Íslands 1973 og viðskipta­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands 1977. Þá var hann lög­gilt­ur verðbréfamiðlari.

Jafet starfaði í iðnaðarráðuneyt­inu frá 1975 til 1984, hjá Sam­bandi ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga frá 1984 til 1986 og hjá Þró­un­ar­fé­lagi Íslands frá 1986 til 1988. Hann var úti­bús­stjóri Iðnaðarbank­ans og síðar Íslands­banka í Lækj­ar­götu í Reykja­vík frá 1988 til 1994 þegar hann var ráðinn út­varps­stjóri Íslenska út­varps­fé­lags­ins en því starfi gegndi hann til árs­ins 1996. Hann stofnaði Verðbréfa­stof­una ásamt fleir­um árið 1997 og var þar fram­kvæmda­stjóri til 2006 þegar hann seldi sinn hlut. Eft­ir það stýrði hann eig­in fjár­fest­ing­ar­fé­lagi, Veig.

Jafet var meðal ann­ars stjórn­ar­formaður Aðalskoðunar í níu ár og sat í stjórn Stein­ull­ar­verk­smiðjunn­ar og Þör­unga­vinnsl­unn­ar. Hann sat einnig í stjórn­um Hót­els Bæj­ar, Verðbréfaþings Íslands og Sam­taka banka og fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þá var hann konsúll fyr­ir Rúm­en­íu frá 2007 til 2023 og var á síðasta ári sæmd­ur rúm­enskri orðu fyr­ir störf sín. Hann sat í ýms­um stjórn­um fyr­ir Val og stang­veiðimenn og var formaður Badm­int­on­sam­bands­ins frá 1990 til 1994. Þá var hann for­seti Bridges­am­bands Íslands frá 2009 til 2022 og sat um tíma í stjórn Bridges­am­bands Evr­ópu.

Jafet var lengi fylgd­armaður er­lendra veiðimanna í laxveiði í Laxá í Aðal­dal.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Jafets er Hild­ur Hermóðsdótt­ir, kenn­ari, bók­mennta­fræðing­ur og fv. út­gef­andi. Börn Jafets og Hild­ar eru Jó­hanna Sig­ur­borg, Ari Hermóður og Sig­ríður Þóra.

mbl

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar