Keppnisstjóra námskeið á morgun þriðjudag

mánudagur, 3. apríl 2023

Marcel Van Bijsterveldt verður með námskeið í Síðumúlanum frá 18.00 á morgun. Marc er einn virtasti keppnisstjóri í alþjóðlegum bridge í dag. Hann ætlar að fara yfir grunninn hvað skiptir máli í starfi keppnisstjóra, hvernig á nálgast verkefnið og hvernig eigi að meta þegar upp koma stöður sem þarf að taka ákvarðanir um. Hann mun fara yfir nokkur dæmi þar sem hann mun útskýra ákvarðanir og hvað býr að baki. 

Það eru allir velkomnir og er frítt. 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar