Ársþing 2023 boðun

fimmtudagur, 9. mars 2023

Boðað er til ársþings 2.apríl 2023 klukkan 17.00 í Síðumúla 37

Óski einstök félög eða einstaklingar eftir því, að bera fram tillögu um lagabreytingar á þinginu, skal félagið senda þær til stjórnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir ársþing og skal þeirra getið í útsendri dagskrá.

Rétt til setu á þinginu eiga fulltrúar allra félaga sem aðild eiga að BSÍ. Fjöldi þingfulltrúa ræðst af stærð félags og má vera einn hið fæsta og aldrei fleiri en níu hjá stærstu félögunum. Við ákvörðun um stærð félags skal miðað við meðaltal 10 mannflestu spilavikur félagsins í reglulegri starfsemi starfsárið á undan. Við ákvörðun um þingfulltrúa skal vera einn fyrir fyrstu 20 félagsmenn, annar fyrir næstu 20 félagsmenn o.s.frv. Formenn svæðasambanda eiga rétt til setu á þinginu með málfrelsi og tillögurétt.

Kjörbréf skulu staðfest með undirskrift formanns eða ritara félagsins. Hver fulltrúi hefur eitt atkvæði, en getur þó farið með umboð fyrir annan fulltrúa frá sama félagi. Stjórninni er heimilt að bjóða gestum til þingsins sem áheyrnarfulltrúum.

 

Á sambandsþingi skulu eftirtalin mál tekin fyrir:

 1. Þingsetning.
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara, svo og 3ja manna kjörbréfanefndar.
 3. Kjörbréf þingfulltrúa athuguð og úrskurðuð.
 4. Kosning 3ja manna uppstillinganefndar og annarra nefnda ef þurfa þykir.
 5. Stjórn gefur skýrslu um starfsemi sambandsins frá síðasta þingi.
 6. Formenn fastanefnda gefa skýrslu um starfsemi nefndanna.
 7. Reikningar sambandsins lagðir fram með athugasemdum endurskoðenda til úrskurðar.
 8. Lagabreytingar.
 9. Kosning aðalstjórnar og varastjórnar samkvæmt 5. grein.
 10. Kosning löggilts endurskoðanda.
 11. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga sambandsins og tveggja til vara, sbr.
 12. Ákvörðun árgjalds.
 13. Önnur mál, sem löglega eru fram borin.

Nánari dagskrá verður send út síðar

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar