Landslið

miðvikudagur, 31. mars 2010

Búið er að velja fimm para landslið í opnum flokki fyrir  komandi verkefni. Þetta eru Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, Ragnar Magnússon og Páll Valdimarsson, Þröstur Ingimarsson og Júlíus Sigurjónsson, Sveinn R. Eiríksson og Ómar Olgeirsson og Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson.  Framundan eru boðsmót í Bonn, Evrópumót í Belgíu, briddsvika í Svíþjóð og síðan NM á næsta ári.

Á EM fara Jón og Þorlákur, Magnús og Sigurbjörn og Þröstur og Júlíus. Svo framarlega sem engar breytingar verða á pörum og menn haldi áfram að sinna vinnu og æfingum í spilinu fara Ómar og Sveinn og Ragnar og Páll á NM 2011.

Vonandi halda pörin í B-hópnum áfram að bæta sig og þrýsta hressilega á þennan fimm para hóp sem er valin fram yfir NM 2011 að óbreyttu.
Einnig er stefnt að áframhaldandi landsliðsstarfi strax í haust og er það von lansliðsnefndar að enn fleiri pör bætist þá í hópinn og starfið haldi áfram að styrkjast.
Stefnt er að því að senda kvennalið á briddsviku í Svíþjóð og svo landslið á NM 2011.
Fyrirliðamál í opnum flokki er ekki komin á hreint.