Norðurlandamót yngri spilara

þriðjudagur, 18. mars 2008

Í Örebro í Svíþjóð fór fram Norðurlandamót yngri spilara nú um páskana. Fyrir Íslands hönd spiluðu Inda Hrönn Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Óttar Ingi Oddsson og Gabríel Gíslason. Fyrirliði var Ómar Olgeirsson. Þess má geta að Gabríel er aðeins 15 ára.
Liðið átti í fullu tré við öll liðin nema Dani sem voru í miklu stuði á móti Íslendingum. Liðið endaði í 4.sæti af 5 þjóðum en Danir spiluðu mjög sannfærandi og sigruðu en Norðmenn voru einnig með sterkt lið.

1. Danmörk  98
2. Noregur   91
3. Svíþjóð    82
4. Ísland      61
5. Finnland  47

Sjá heimasíðu mótsins hér

Spjall um mótið hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar