Íslandsmót í tvímenningi 2008

fimmtudagur, 27. mars 2008

Íslandsmótið í tvímenningi var æsispennandi allt til loka. Norðanmennirnir Frímann Stefánsson og Reynir Helgason urðu Íslandsmeistarar með góðum endaspretti. Sveinn Rúnar Eiríksson og Hrólfur Hjaltason urðu að sætta sig við annað sætið eftir að hafa verið með ágæta forystu fyrir síðustu umferð. Bronsið hlutu Daníel Már Sigurðsson og Guðmundur Snorrason.

Íslandsm.í tvím.2008

Við óskum vinningshöfunum til hamingju

Sjá heimasíðu Íslandsmótsins í tvímenningi




Íslandsmótið í tvímenningi næstu helgi

Stjórn Bridgesambands Íslands hefur ákveðið að hafa Íslandsmótið í tvímenningi opið öllum, óháð því hvort pör hafi unnið sér inn rétt á svæðamótum. Spilað verður í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl. 11 laugardaginn 29. mars og lýkur mótinu upp úr kl. 18 sunnudaginn 30.mars.

Skráning er þegar hafin í síma 587-9360 og á bridge.is. Keppnisgjald er 10.000 á parið

Núverandi Íslandsmeistarar í tvímenningi eru Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson
Í úrslitum er spilaður monrad-barómeter og fer spilafjöldi eftir þátttöku. Ef 60 eða færri pör mæta til leiks, þá verða 20 umferðir með 6 spil milli para. Ef 61-84 pör, þá 24 umferðir með 5 spilum milli para. Mynduð verður nákvæm tímaáætlun þegar ljóst verður hve þátttakan verður mikil.
Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 28.mars kl. 16:00

SKRÁNING HÉR

Sjá skráningarlista hér 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar