Íslandsmótið í Parasveitakeppni var haldið síðasliðna helgi með þáttöku 13 sveita.'islandsmeistararnir frá því í fyrra héldu fast í titilinn og hömpuðu honum annað árið í röð.
Mikil spenna var fyrir síðustu umferð í báðum deildum. 4 sveitir í 1. deild gátu unnið titilinn og 3 sveitir áttu raunhæfan möguleika á 2. sætinu í annari deild, en fyrsta sætið var frátekið fyrir Málningarsveitina.
BSÍ býður áhugasömum keppniskonum og yngri spilurum upp á 5 kvölda námskeið, sem hefst seinni partinn í nóvember. Guðmundur Páll Arnarson hefur umsjón með námskeiðinu og verður tekinn upp þráðurinn frá því í vetur.
Nú er Íslandsmóti yngri og eldri spilara lokið. Sigurvegarar yngri spilara eru þeir Óttar Ingi Oddsson og Gabríel Gíslason.Sigurvegarar í eldir flokki eru þeir Hrólfur Hjaltason og Sigtryggur Sigurðsson.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar