Frændur vorir Svíar halda árlega alþjóðlegt sveitakeppnismót í Uppsala í Svíþjóð, sem að þessu sinni verður haldið dagana 9.-10. desember. Þeir vilja gjarnan fá þátttakendur frá Íslandi.
Borist hefur boð frá Uppsala í Svíþjóð á sveitakeppnismót 9.-10. desember. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu BSÍ, bridge@bridge.is eða í síma 587-9360.
Staðan í Hraðsveit 2006 e. 1.
Heildarstaðan Röð Sveit Stig */- 1 Hrund 600 60 2 Sigfús 556 16 3 Hulduherinn 549 9 4 Blanda 537 -3 5 SPK 532 -8 6 Hafþór 522 -18 7 Kristín 484 -56 Keppnin heldur áfram næsta mánudag.
Eykt vann næsta öruggan sigur í fyrstu deild með 259 stig, Esja kjötvinnsla náði fyrsta sæti í 2. deild með 238 stig og Gunnar Björn Helgason fyrsta sæti í 3. deild með 250 stig.
Ársþing Bridgesambands Íslands var haldið sunnudaginn 22. október.
Esther Jakobsdóttir og Dóra Axelsdóttir eru Íslandsmeistarar kvenna í tvímenning 2006. Þær höfðu forystu allan seinni hlutann í mótinu og unnu með næstum 4% forskot á 2. sætið.
Landsmeistarar 10 efstu þjóðanna á Evrópumótinu etja kappi Róm á Ítalu. Champions Cup byrjar fimmtudaginn 12. október og klárast á sunnudag, 15.október.
Hið sívinsæla Greifamót B.A. er hafið en það er þriggja kvölda impatvímenningur. Verðlaunahafar munu fá að skreppa út á borða á Greifann, eitt vinsælasta veitingahús norðan Holtavörðuheiðar svo til mikils er að vinna! Enda komu spilarar allt frá Dalvík til Mývatns.
Í efstu deild er sveit Eyktar með forystu með 137 stig, sveit Garða og véla er í öðru sæti með 120 stig og sveit Grant Thornton í þriðja sæti með 118 stig.
Seinna kvöldi Startmóts Sjóvá hjá Bridgefélagi Akureyrar er nýlokið en annar eins "jafningur" hefur vart sést. Athugli vakti að ekkert að þeim pörum sem fékk bronsstig fyrra kvöldið náði því seinna kvöldið og því var baráttan hörð um verðlaunasæti.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar