Startmót Sjóvá enn að jafna sig!

miðvikudagur, 4. október 2006

Seinna kvöldi Startmóts Sjóvá hjá Bridgefélagi Akureyrar er nýlokið en annar eins "jafningur" hefur vart sést.

Athugli vakti að ekkert að þeim pörum sem fékk bronsstig fyrra kvöldið náði því seinna kvöldið og því var baráttan hörð um verðlaunasæti.

Staða efstu para seinna kvöldið varð:

1. Hermann Huijbens - Stefán Vilhjálmsson +34

2. Ævar Ármannsson - Árni Helgason +31

3. Gissur Jónasson - Gissur Gissurarson +23

En þá varð heildarstaðan:

1. Gissur Jónasson - Gissur Gissurarson +25

2. Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson +25

3. Ævar Ármannsson - Árni +24

4. Hermann Huijbens - Stefán Vilhjálmsson +21

5. Pétur Gíslason - Valmar Valjaots +14

Gissarnir unnu á innbyrðis viðureign! Aðeins eitt af þeim pörum sem voru í topp 5 fyrra kvöldið hélt sér þar.

Sunnudaginn 1.október var ekki síður jafnt:

1.-2.  Stefán Vilhjálmsson - Hermann Huijbens +4

1.-2. Brynja Friðfinnsdóttir - Soffía Guðmundsdóttir +4

3. Reynir Helgason - Örlygur Örlygsson +3

4. Frímann Stefánsson - Pétur Guðjónsson +2

Næsta mót er þriggja kvölda Greifamót sem er impatvímenningur svo við sjáumst þar.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar