Rangæingar -- Nýir tímar

miðvikudagur, 17. mars 2021

Það eru bara ágætar heimtur á gripum að loknu árslöngu COVID-stoppi.  Ef eitthvað er eru menn bara þéttari en áður.  

Sl. þriðjudag spiluðum við 3ja kvöldið á þessari stuttu vetrarvertíð.   Leikið var annað kvöldið af fimm í Samverkstvímenningnum.

"Augnablik, augnabilk" sagði góður félagi okkar eftir að hafa kvatt sér hljóðs og bætti svo við,  "Þetta er bagalegt.   Þannig er að við hjónin höfum um árabil brugðið á leik á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og hef ég bara haft gaman af.  Í seinni tíð hefur tíðni þriðjudagsleikfiminnar orðið strjálli og þegar spiluð eru 33 spil þá kem ég ekki heim fyrr en korter yfir tólf.   Þá er frúin sofnuð og ekki nokkur leið að vekja hana.   Ekkert víst lengur að ég nái mér á strik þriðjudagana þar eftir og þá getur vorleikfimin það árið farið alveg fyrir bí.   Er ekki hægt að gera eitthvað í þessu?"

Við í stjórn Bridgefélags Rangæinga höfum auðvitað fullan skilning á þessu, enda farnir að reskjast nokkuð sjálfur.  Umsvifalaust var settur á neyðarfundur í spilaráði félagsins og ákveðið samhljóða að byrja framvegis að spila kl. 19,00.

Nk. þriðjudag byrjum við því að spila á nýjum tíma, þ.e. kl. 19,00 á þriðjudögum.

Af úrslitum kvöldsins er annars helst að frétta að einhverjir unnu og aðrir urðu neðar en nánari upplýsingar má sjá á slóðunum hér að neðan.

Úrslit og spil má sjá hér

Stöðu í Samverkstvímenningnum eftir 2 kvöld af 5 hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar