Rangæingar - Las það einhversstaðar

miðvikudagur, 24. mars 2021

Svo er að sjá að vertíð ársins verði endaslepp í báða enda.   Náðum þó að leika þriðja kvöld af ætluðum fimm í Samverkstvímenningnum í gærkvöldi.

Eins og svo oft áður fengum við góða gesti og félaga frá Selfossi í heimsókn.  "Þetta var nú ekki svo slæmt, skipti litlu máli" sagði Garðar snemma kvölds, eftir að hafa gefið yfirslag í bút.   Ekki fannst Billa það.  "Ég er viss um að ég las það einhversstaðar Garðar minn að íþróttin snerist um að fá sem flesta slagi, bæði í sókn og vörn.   Gott ef þeir voru ekki líka að tala um það strákarnir þegar ég byrjaði að spila fyrst, haustið 1968.  Held það sé enn svoleiðis".

"Nú jæja Billi minn" svaraði Garðar, "þá skulum við reyna það".   Þar með var það búið, þeir luku kvöldinu á toppnum, enda við Rangæingar ekki vel að okkur í þessum nýmóðins straumum og stefnu.  Flestir líka jafnaðar- og félagshyggjumenn.  Gestrisnir líka.

"Þessi nýi tími hentar okkur frúnni skínandi vel" sagði Garðar en eins og fram kom í síðasta pistli byrjum við nú að spila kl. 19,00 í stað 19,30 áður.

Aðrir fengu svo minna og ekki tilefni til að færa þær tölur í annála. 

Úrslit og spil má sjá hér

Staðan í Samverkstvímenningnum eftir þrjú kvöld af fimm er hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar