Sveinn Rúnar og Guðmundur Snorra unnu BBO-Butler BR

miðvikudagur, 8. apríl 2020

Fjögurra kvölda BBO-Butlertvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur lauk í gærkvöldi. Keppnin var geysivinsæl og vel sótt og sem dæmi var spilað á 19 borðum í seinna mótinu í gær en BBO-vefurinn hafði vegna gífurlegs álags sett þak við 20 borð. Fyrra mótið þurti að stofna þrisvar því það krassaði í fyrri tvö skiptin.
Verðlaun mótsins eru. 1. sæti. 12 þús. 2. sæti 8 þús. og 3. sæti 6 þús.

En þrjú efstur pör urðu; 1. Sveinn Rúnar Eiríksson-Guðmundur Snorrason 2. Harpa Fold Ingólfsdóttir-María Haraldsdóttir og 3. Hrannar Erlingsson-Sverrir G Kristinsson.

Bridgefélag Reykjavíkur þakkar kærlega fyrir þátttökuna og einnig fyrir hvað þið voruð viljug til að leggja inn þátttökugjaldið.

HEIMASÍÐAN

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar