Rangæingar -- Maður og annar höggvinn

fimmtudagur, 13. febrúar 2020

Þá er lokið sveitakeppni félagsins.  

"Eftir að ég vissi að við máttum nota öxina var þetta ekki mikið mál" sagði litli fisksalinn við þann stóra, frænda sinn, þegar úrslit lágu fyrir.   Þeir frændur, ásamt sveitunugum sínum í sveit Víga-Glúms, stóðu uppi sem sigurvegarar.  Sveitin endaði með 71 stig, eftir fremur rólega byrjun í mótinu.  "Þá vorum við líka bara með eldhúshnífsgarm að sarga þetta frændi" bætti litli fisksalinn við.   Þeir lögðu Hrafnkel Freysgoða örugglega að velli 16-4.

Grettir sterki braut sér leið upp í annað sætið með því að vinna Skallagrím auðveldlega 17-3.   "Eðlileg úrslit.  Þeir geta ekkert þessir andskotar" sagði Kanastaðabóndinn og hló við.   Skallagrímur seig þar með niður í þriðja sætið, eftir að hafa leitt keppnina eftir 3 umferðir.   Skallagrímsmenn klóra sér enn í sköllóttu höfðinu yfir því hvað fór úrskeiðis.   Grettir sterki endaði með 59 stig en Skallagrímur hékk á 54 stigum.

Í þriðja leiknum kvað Hallgerður vandræðaskáld Finnboga ramma í kútinn 13-7 og lyfti sér út botnsætinu, eftir að hafa vermt það lengst af móts.

Ókrýndir butlerkóngar mótsins:  Fisksalarnir 0,84 impar.   Áttu frábært mót eftir að þeir fóru að beita öxinni.

Butlerprinsatitlinum deila, hvort par með 0,67 impa, trillukarlakvótakóngarnir og ökuþórinn annars en hins vegar Kanaastaðabóndinn og Örn, með örlítilli faglegri aðstoð frá Garðari Selfyssing.   "Hefðum orðið einir í öðru sæti ef þú hefðir ekki asnast í þessa skíðaferð og skilið mig eftir með Garðar" sagði Örninn við Kanastaðabóndann.  

Næsta þriðjudag verðum við með ölbarómeter.

Úrslit í sveitakeppninni má sjá hér

Butler úr fyrri hálfleik hér og þeim seinni hér

Samantekinn butler er svo hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar