Rangæingar -- Fallið á skallann

miðvikudagur, 5. febrúar 2020

Nú er farið að síga á seinni hlutann í sveitakeppninni, fjórða og næstsíðasta umferð var leikin í gær.

Skallagrímsmenn fengu heldur betur fyrir ferðina í gær er þeir urðu á vegi Víga-Glúms.  Voru klofnir í herðar niður svo út gekk augað, eins frægt var.   18 vegin stig í hús Viga-Glúms en Skallagrímsmenn máttu halda heim á leið í tveimur hlutum með 2 vesæl stig.   "Vonandi fáum við sæmilega andstæðinga næst, þessir voru heldur léttir" sagði Fisksalinn og strauk Sýslumannsfrúnni, sveitunga sínum, mjúklega um mjóbakið.

Víga-Glúmur tók þar með toppsætið með valdi af andstæðingum sínum, eru með 55 stig en Skallagrímur er nú í öðru sæti með 50 stig.

Finnbogi rammi, sem þótti einmitt fremur ódæll í æsku, er enn ódæll, alla vega að mati sveitunga Hrafnkels Freysgoða.  Þeir urðu að gera sér að góðu 3 stig gegn 17 stigum Rammans.

Logn var og ládauður sjór í þriðju viðureign kvöldsins, þar með Grettir sterki og Hallfreður vandræðaskáld kváðust á.   Leikurinn fór 11-9, vandræðaskáldinu í hag.

Butlerkóngar kvöldins urðu fisksalarnir framsettu: 1,77 impar.

Butlerframagosar kvöldsins: Yngissveinarnir Elli og Kalli, 1,45 impar.

Butlertígulgosar kvöldsins: Sýslumannsfrúin og fylgdarpiltur, 0,67 impar.

Úrslit og stöðu í sveitakeppninni má sjá hér

Butler úr fyrri hálfleik hér og þeim seinni hér.

Heildarstaðan í butlernum er svo hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar