Rangæingar - Topplag í G-dúr

miðvikudagur, 13. nóvember 2019

Sl. þriðjudag hófumst við Rangæingar handa við að leika 5 kvölda Butlerkeppni.   12 pör mættu til leiks í byrjunarhæðina.

Meðal keppenda voru Meistarinn Magnús og nemandinn Anton.  Hirðskáldið Magnús er þrautreyndur spilari, þéttur á velli og í lund.   Þrautgóður á raunastund tók hann að sér nýliðann Anton.  "Strákurinn er seigur" sagði Magnús. "Lagði honum aðeins línurnar í bílnum á leiðinni austur.  Lykilatriði í fræðslunni var að ef ég melda 3 grönd, þá er það lokasögn af okkar hálfu".

Þeir félagar stóðu sig vel og urðu í 4. sæti, jafnir Moldnúpsvertinum og Skógabóndanum með 20 impa en höfðu betur í innbyrðis viðureign.   

Suðurlandsmeistararnir, Bjössi og Eyþór, urðu í 3. sæti með 31 impa.    Annað sæti hrepptu prestakallarnir, með 46 impa en hlutskarpastir urðu gítargarparnir HljómaKalli og gutlarinn, sem slógu á létta strengi og léku topplag í G-dúr með 46 impa innfærða.

Annars töfðust þeir gítargarpar svolítið og mættu heldur seint til leiks, sem sjaldan hendir þó spilastjórann.  Það var auðvitað bagalegt að spilastjórinn komi seint til verka.  En ástæður fyrir seinkunn voru metnar gildar.   Kalli vinnur  nefnilega að fræðistörfum og er að rannsaka hvort mögulegt sé að villast í 1.000 manna þorpi og finna ekki áfangastaðinn, sem þó er í hinni götunni   Rannsóknin er vel á veg komin og að sögn Kalla liggja bráðabirgðaniðurstöður fyrir.  Þær benda mjög sterkt í þá átt að það sé vel hægt, m.a.s. 3 þriðjudagskvöld í röð.   Af öryggisástæðum ætlar Kalli ekki að gera viðlíka rannsóknir í Kópavogi.

Úrslit og spil má sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar