Rangæingar -- Kempurnar

miðvikudagur, 27. nóvember 2019

Sl. þriðjudag héldum við Rangæingar á Heimaland, enda ekkert óvenjulegt á þriðjudagskvöldi að vetri til.  Leikin var 3ja umferð í 5 kvölda Butler.  12 pör mættu til leiks.

"Hann er ungur drengurinn og getur þetta vel.  Skárra væri það nú að hann gæti setið sæmilega á afturendanum í kvöld, þó hann hafi hlaupið uppi folald  fyrr í dag. Ég hljóp þau nú mörg uppi þegar ég var á hans aldri".  Kalla fannst ekki mikið til koma, enda Elli rétt sjötugur.  "Nýfermdur drengurinn" bætti Kalli við.  Þeir voru í stuði guttarnir, Kalli á Grund og Elli á Arnarhóli.  Tóku í hús 81 stykki af ilmandi Impum.   Margir lögðu sitt af mörkum við fóðuröflunina, m.a. skipstjórarnir tveir sem urðu að játa sig sigraða en komu þó inn með 60 impa í 2. sæti.

3ja sæti deildu Billarnir með Sigga í Varmahlíð og Sigurjóni húsmanni, bæði pör náðu í 23 impa.  Varmahlíðarvinirnir höfðu þó betur í innbyrðis viðureign.  Fyrsta skipti í vetur sem þeir vinirnir komast á verðlaunapall.  "Þakka árangurinn í kvöld góðum undirbúningi" sagði Siggi, sem kom að spilaborðinu beint úr Ameríkuflugi.  Þar ók hann eina 7.000 kílómetra sér til undirbúnings áður en hann flaug heim aftur.  "Það gerði mér svo gott að líða  frjáls í limósínu um lendur flokksbróður míns.  Svo veitti honum ekkert af stuðningi mínum, það styttist jú í kosningar".

Úrslit og spil má sjá hér

Staðan í Butlernum er svo hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar