Sveit Vestra er Kópavogsmeistari í sveitakeppni

fimmtudagur, 13. desember 2018

Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í kvöld þegar fimmtánda og síðasta umferðin var spiluð. Sveit vestra sigraði með 225,18 stig, sveit Þóru Hrannar varð í öðru sæti með 220,20 stig og þriðju urðu liðsmenn Garðs Apóteks með 192,91 stig.

Í sigursveitinni spiluðu Páll Valdimarsson, Eiríkur Jónsson, Jón Alfreðsson, Guðbrandur Sigurbergsson og Sverrir G Kristinsson

Jólatvímenningurinn verður svo spilaður næsta fimmtudag, 20. des. kl. 19:00 

HEIMASÍÐAN

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar