Rangæingar -- Þeir næst síðustu urðu fyrstir

miðvikudagur, 28. nóvember 2018

Sl. þriðjudag komum við Rangæingar að vanda saman á heimavelli okkar og lékum 3. umferð í Butlerkeppni vetrarins.  11 pör mættu til leiks.

"Mér finnst svo mikið skemmtilegra að spila hér" sagði Eyþór Árnesingur, þegar hann taldi saman skor þeirra Dúasonar.   Sl. fimmtudag mættu þeir félagar nefnilega til leiks á Selfossi og enduðu þar næst neðstir en komu sáu og sigruðu Rangæinga á þriðjudaginn.

Enduðu með 54 impa.  Næstir inn urðu Bergþórshvolsbaróninn Runólfur og Óli ráðsmaður.   Þeir höfðu 33 impa í hús af harðfylgi.  Þriðju í mark, á ágætum tíma eftir aldri, urðu svo eftirlaunaslátrarinn og áhugaútgerðarmaðurinn með 27 impa.   Aðrir fengu minna.

Úrslit og spil má sjá hér og stöðuna í Butlernum eftir 3 kvöld hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar