Þriðja kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Besta skori kvöldsins náðu Haukur Ingason og Þorlákur Jónsson en Stefán Stefansson og Rúnar Einarsson voru með næst besta skorið og tilltu sét jafnframt á toppinn í heildina.
Vopnabræður unnu 2ja kvölda Hraðsveitakeppni BH með +102 impa. Sveit Drafnar varð í 2. sæti með +79 impa og í 3ja sæti varð Sérsveitin með +65 impa.
Aðalsveitakeppninn heldur áfram, ennþá er allt í hnút og stefnir í æsispennandi lokaumferð.
Fyrsta kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Aðrir Vopnabræður komu ofan úr Reykjavíkurhreppi og sýndu Kópavogsbúum í tvo heimana og eru með 58 stiga forystu í efsta sætinu.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar