Bernódus og Ingvaldur unnu Monradtvímenning BK

fimmtudagur, 18. janúar 2018

Þriðja og síðasta kvöldið í Monradtvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson náðu besta skori kvöldsins með 61,2% en Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson sigruðu samanlagt með 175,1 stig sem er samanlögð prósentuskor úr kvöldunum þremur. Allt um það á HEIMASÍÐUNNI

Aðaltvímenningur BK hefst síðan eftir tvær vikur, fimmtudaginn 01. febrúar kl. 19:00

Mikilvægt er að skrá fyrirfram því eftir að mótið hefur verið sett af stað er ekki hægt að bæta við pörum. 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar