Rangæingar -- Gestir, gangandi og Gestsson
Sl. þriðjudag létum við Rangæingar það eftir okkur að spila 3ju umferð í 5 kvölda butler. 12 pör mættu til leiks og var létt yfir mönnum og konu, enda ný ríkisstjórn í burðarliðnum það kvöldið. Menn hafa glaðst af minna tilefni.
Það er til siðs í Rangárþingi að taka vel á mótum gestum sem að garði ber. Svo skemmtilega vildi til að gest bar að garði þetta kvöld, sem einmitt er Gestsson. Var hann langt að kominn, hafði brosist austur yfir vötnin miklu, Þjórsá og Markarfljót, auk smærri vatnsfalla. Var orðinn nokkuð þrekaður er hann bar að garði.
Við tókum vel á móti honum, hann fékk fínustu IMPA sem til voru í búrinu og var hlúð að honum með fljölmörgum IMPA ábreiðum. Fyrir vikið var lítið til fyrir hina.
Gestsson og Dúason enduðu því eftir með 86 IMPa. Í öðru sæti urðu svo formaðurinn og Tottenhamtröllið með 57 IMPa. Eins og Tottenham, þá hefur tröllið hægt aðeins gönguna frá síðustu umferð. Þriðju inn urðu svo Eyfellingarnir Jói og Siggi með 28 IMPa. Minna var eftir fyrir hina.