Æsispennandi Suðurlandsmóti lokið þar sem litarsvik réði úrslitum í lokin.
Suðurlandsmótið í tvímenningi var spilað í kvöld og lauk með sigri Halldórs Þorvaldssonar og Magnúsar Sverrissonar sem höfðu betur í innbyrðis viðureignum við Kristján Má Gunnarsson og Gunnlaug Sævarsson en bæði pörin enduðu með 295 stig.
Kristján Már og Gunnlaugur eru samt sem áður Suðurlsndsmeistarar þar sem reglan segir að a.m.k. annar spilarinn í parinu verður að vera skráður í félag á svæðinu.
Allt um það á HEIMASÍÐUNNI
Svo vildi til í síðustu umferð að á einu borðinu var sagnhafi búinn að standa 5 tígla en þegar blindur ætlaði að setja spilin sín aftur í spilabakkann tók keppnisstjóri eftir því að eitt spilanna var enn í bakkanum og hann hafði því aðeins verið með 12 spil á hendi allt spilið. Keppnisstjóri dæmdi svo að sagnhafi hefði gerst sekur um litarsvik og dæmdi spilið einn niður sem hafði áhrif á skor efstu paranna í þessu tiltekna spili. Meira um það á Fb. síðar.