Síðsta spilakvöld vetararins hjá Miðvikudagsklúbbnum var spilað í kvöld. Heimir Tryggvason og Árni Már Björnsson sigruðu með 61,1% skori.
Lokakvöld BR í vetur var haldið þriðjudaginn 16. maí og spilaður var einmenningur. Sverir Þórisson sigraði en Jón Baldursson og Páll Valdimarsson komu næstir.
86 konur mættu á árshátíð kvenna og skemmtu sér vel. Harpa Fold Ingólfsdóttir og Sigþrúður Blöndal sigruðu, nánar hér: http://www.bridge.
Sveit SFG sigraði í vorsveitakeppni BR 2017, 3 stigum á eftir kom sveit Jóns Baldurssonar.
Krummaklúbburinn heimsótti Suðurnesin í dag og var spilað í Spilahöllinni að Mánagrund. 14 sveitir tóku þátt og reyndust Suðurnesin og vinir vera full stór biti fyrir Krummaklúbbinn.
Eftir langan og skemmtilegan bridgevetur hjá Bridgefélagi Kópavogs stóð Ingvaldur Gústafsson uppi sem sigurvegari með 12 stigum meira en makkerinn hanns, sem þurfti rétt að bregða sér frá eitt kvöldið.
Vetrarstarfi Bridgefélags Kópavogs lauk nú í kvöld þega spilað var seinna kvöldið í Vortvímenningi. Sigurvegarar urðu Hallgrímur Hallgrímsson og Baldur Kristjánsson/Sigmundur Stefánsson.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar