Rangæingar -- Enginn bilbugur á bóndanum

miðvikudagur, 25. janúar 2017

Við Rangæingar komum saman í gærkvöldi og lékum 3ju umferð í sveitakeppninni.  Engan bilbug er að finna á Kanastaðabóndanum, enda stýrir Silla þeim styrkri hendi.   Mættu hestamanninum og hans haukum úr horninu í gær.  Hestamaðurinn er hár til hnésins og lét bóndann ekki ná á sig hælkrók, né sniðglímu.   Eftir 28 spila leik varð niðurstaðan jafnglími, 10-10.    Bóndinn situr þar með í efsta sæti með 39,48 stig.   Presturinn, sem lagði formanninn 14,48-5,52, fylgir í humáttina með 37,32 stig og Fisksalinn sem innbyrti þægileg 12 yfirsetustig er svo í þriðja með 34,73.   Aðrar sveitir eru með minna.  

Úrslit og stöðu í sveitakeppninni má sjá hér.  Butler og spil úr fyrri hálfleik hér og úr þeim seinni hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar