Rangæingar -- Kallinn og Ellinn

miðvikudagur, 30. nóvember 2016

Sl. þriðjudag komum við Rangæingar saman til hefðbundinna þriðjudagsverka.   Komið var að fjórða kvöldi af sex í Butlertvímenningi félagsins.     Til leiks mættu 14 pör.

Kallinn lætur engan billbug á sér finna, enda Ellinn í liði með honum.   Þeir fóstbræður nældu sér í 200 impa.  Næstir inn, svolítið á öðru hundraðinu urðu Bjorn og Eyþór með 120 impa.  Þriðju urðu Sigurður og Torfi með 116 impa.

Til tíðinda bar helst að Jói og Siggi skoruðu innan við 100 impa (99 urðu þeir) en, eins og foringi þeirra Skógabænda sagði, "Breytir engu, við eigum nóg til af impum".

Úrslitin og spilin má sjá hér og stöðuna í Butlernum hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar