Rangæingar -- Toppmaður og við bættist vísa

miðvikudagur, 6. janúar 2016

Að vanda hófum við Rangæingar seinni hálfleik vetrarins með TOPP16 einmenningnum, þar sem 16 bronsstigahæstu spilarar síðasta vetrar eiga keppnisrétt.   Árið 2008 gaf Sláturhús Hellu hf. farandbikar og er gaman frá því að segja að einungis einn spilari hefur unnið hann tvisvar og það er gefandinn sjálfur, Torfi Jónsson.   Að vanda var hann nálægt endanum í gær, að vísu hinum endanum í þetta sinn.

Á fríðari enda mótsins var hart barist, einhverjir komust á toppinn um stund, en fóru þaðan jafnharðan aftur.  Er leið á kvöldið varð  ljóst að stefndi í einvígi tveggja eitilharðra spilara, Eyþórs og Sigurjóns, og að leikslokum skildi einungis eitt stig þá heiðursmenn að.   Eyþór hafði það með 109 stigum (60,6% skor) en Sigurjón varð að sætta sig við 108 stig (60,0% skor) og annað sætið   Aðrir enduðu svo í allt öðrum sætum.   

Skáldið var í miðjumoði en mælti að leikslokum:

Eyþór barðist eins og ljón

er því gull að fægja

En síðan kom hann Sigurjón

og silfur lét þar nægja

Það má búast vð því að það verði víða saltkjöt á borðum Rangæskra spilara í kvöld, þar sem Sláturhús gefur hverjum spilara í einmenningnum saltkjötssoðningu sem vel er fagnað.  

Úrsltin og spilin má sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar